Ein helsta minningin tengd afmælisdegi Sigurðar Loga Snæland er dönskupróf. Hann er tvítugur í dag og á þessum árstíma eru jú allflestir nemar landsins í prófum. Einhvern veginn finnst honum eins og alltaf hafi verið prófað í dönsku á þessum degi.

Ein helsta minningin tengd afmælisdegi Sigurðar Loga Snæland er dönskupróf. Hann er tvítugur í dag og á þessum árstíma eru jú allflestir nemar landsins í prófum. Einhvern veginn finnst honum eins og alltaf hafi verið prófað í dönsku á þessum degi. „Það getur þó verið að það sé bara í minningunni, af því mér fannst danskan svo leiðinleg,“ segir hann.

Nú er Sigurður Logi hins vegar í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og afmælisdagurinn fer, eins og svo oft áður, í próflestur, þó ekki í dönsku og ekki heldur í stærðfræðigreiningu. Í dag ætlar hann nefnilega að lesa fyrir fyrsta prófið, rekstrarfræði, sem verður 8. desember. „Ég læri bara helling af stærðfræði,“ svarar hann spurningunni um hvað námið feli í sér og bætir svo við, „og rekstrarfræði og já, eðlisfræði reyndar líka.“ Þannig verður engin veisla fyrir afmælisbarnið í dag, en „...ég ætla að halda upp á afmælið bara eftir próf, þá ætla ég að halda smáteiti heima“.

Brosandi rifjar Sigurður Logi upp að margan afmælisdaginn hafi hann vaknað við söng fjölskyldunnar. „Þegar ég var ungur,“ segir hann og glottir, „eða á ég að segja þegar ég var lítill?“ sia@mbl.is