Haldið til leitar Áfram verður leitað á Skáldabúðaheiði í dag.
Haldið til leitar Áfram verður leitað á Skáldabúðaheiði í dag.
ENGAR frekari vísbendingar fundust í gær um ferðir rjúpnaskyttunnar sem leitað er á Skáldabúðaheiði í Gnúpverjahreppi. Haldið verður áfram að leita í dag.

ENGAR frekari vísbendingar fundust í gær um ferðir rjúpnaskyttunnar sem leitað er á Skáldabúðaheiði í Gnúpverjahreppi. Haldið verður áfram að leita í dag.

Nærri hundrað manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu að rjúpnaskyttunni í gær. Leitað var fram í myrkur. Við leitina voru notaðir sporhundar, hjól, bílar og meira að segja riðið á hestum um hluta svæðisins. Þá var flogið yfir.

Leitað þétt í nágrenni bílsins

Samkvæmt upplýsingum Þorvaldar Guðmundssonar hjá Landsbjörgu var farið yfir leitarsvæðið og það stækkað frá því sem var um helgina en jafnframt lögð áhersla á að ganga þétt um þriggja kílómetra svæði út frá bíl rjúpnaskyttnanna.

Í fyrrinótt snjóaði aðeins á leitarsvæðinu og þar skóf. Í gærkvöldi var verið að skipuleggja áframhaldandi leit. Útlit var fyrir að nýtt lið færi til leitar og bjóst Þorvaldur við um 30 til 40 björgunarsveitarmönnum. Ætlunin er að leita vel á afmörkuðum svæðum, meðal annars í giljum og klettum. helgi@mbl.is