2. desember 1950 „Öldin okkar“ kom út hjá Iðunni. Hún flutti „minnisverð tíðindi 1901-1930“ og var „samin eins og dagblað“, eins og sagði í auglýsingu. Ritstjóri var Gils Guðmundsson.

2. desember 1950

„Öldin okkar“ kom út hjá Iðunni. Hún flutti „minnisverð tíðindi 1901-1930“ og var „samin eins og dagblað“, eins og sagði í auglýsingu. Ritstjóri var Gils Guðmundsson. Þessi bókaflokkur varð mjög vinsæll.

2. desember 2000

Björk Guðmundsdóttir hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin í París sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni Dancer in the Dark. Áhorfendur völdu hana einnig sem bestu leikkonuna í atkvæðagreiðslu á netinu og Ingvar E. Sigurðsson sem besta leikarann í Englum alheimsins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.