FLUGSKÓLI Íslands fékk í október, fyrstur íslenskra skóla, heimild til kennslu í flugumferðarstjórn.

FLUGSKÓLI Íslands fékk í október, fyrstur íslenskra skóla, heimild til kennslu í flugumferðarstjórn. Með nýrri reglugerð breyttist landslagið töluvert en fram að þessu hefur allt nám flugumferðarstjóra farið fram á vegum þeirra sem veita flugumferðarþjónustu sem í dag eru Flugstoðir ohf. og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.

Nú geta aðrir skólar, sem uppfylla kröfur reglugerðar fengið heimild frá Flugmálastjórn Íslands til að kenna flugumferðarstjórn og verður Flugskóli Íslands fyrstur til að fá slíka heimild, segir á heimasíðu Flugmálastjórnar. Kennsluleyfi Flugskóla Íslands nær til bóklegs undirstöðunáms í flugumferðarstjórn sem er hluti af grunnnámi flugumferðarstjóra. aij@mbl.is