Steinunn Þórarinsdóttir
Steinunn Þórarinsdóttir
BANDARÍSK heimildamynd um Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld kl. 21.25. Myndin er gerð af bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Frank Cantor en hann hefur gert heimildarmyndir um þekkta myndlistarmenn s.s.
BANDARÍSK heimildamynd um Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld kl. 21.25. Myndin er gerð af bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Frank Cantor en hann hefur gert heimildarmyndir um þekkta myndlistarmenn s.s. Frank Stella, Roy Lichtenstein og James Rosenquist. Steinunn hefur búið á Englandi og á Ítalíu þar sem hún lærði höggmyndalist. Hún hefur starfað sem myndhöggvari í á þriðja áratug og sýnt verk sín víða um heim á einkasýningum og samsýningum. Þátturinn verður endursýndur á sunnudag kl. 15.40.