JÓLAMYNDAKEPPNI mbl.is og Nýherja var opnuð í gær á mbl.is. Keppnin er ætluð fyrir jólalegar myndir lesenda úr öllum áttum og frá ýmsum tímum. Keppnin verður með áþekku sniði og sumarmyndakeppni sömu aðila, en þá bárust 18.167 myndir í keppnina frá 4.

JÓLAMYNDAKEPPNI mbl.is og Nýherja var opnuð í gær á mbl.is. Keppnin er ætluð fyrir jólalegar myndir lesenda úr öllum áttum og frá ýmsum tímum.

Keppnin verður með áþekku sniði og sumarmyndakeppni sömu aðila, en þá bárust 18.167 myndir í keppnina frá 4.521 þátttakanda. Sú nýbreytni er á að þessu sinni að þeir sem skoða myndirnar geta gefið þeim einkunn og fyrir vikið verður hægt að sjá hvaða myndir hafa fallið notendum best í geð.

Jólamyndakeppnin stendur til þrettánda dags jóla, 6. janúar, og þá mun sérstök dómnefnd velja bestu myndirnar, en þrjár þær bestu hljóta vegleg verðlaun. Sigurvegari keppninnar fær að launum Canon EOS 1000D EISA verðlaunavél með 18-55-linsu, fyrir annað sæti fæst Canon Ixus 80is stafræn myndavél og verðlaun fyrir þriðja sæti er Canon iP4600 Canon PIXMA iP4600 bleksprautuprentari.

Tengill á keppnina er á forsíðu mbl.is.