— Ljósmynd/Kristján
ÍSLANDSKLUKKUNNI við Háskólann á Akureyri var hringt í gær venju samkvæmt á fullveldisdaginn. Að þessu sinni var verkið falið Önnu Richardsdóttur, bæjarlistamanni á Akureyri, að loknu málþingi um fullveldi sem fram fór í skólanum.
ÍSLANDSKLUKKUNNI við Háskólann á Akureyri var hringt í gær venju samkvæmt á fullveldisdaginn. Að þessu sinni var verkið falið Önnu Richardsdóttur, bæjarlistamanni á Akureyri, að loknu málþingi um fullveldi sem fram fór í skólanum. Þorsteinn Gunnarsson rektor ávarpaði viðstadda við Íslandsklukkuna og kór Akureyrarkirkju söng. Á bókasafni skólans var opnuð þjóðleg samsýning tvennra eyfirskra hjóna.