Kristján Bersi Ólafsson sendir brag sem birtist í Speglinum á tíu ára afmæli fullveldisins 1. des. 1928. „Þessi bragur er auðvitað barn síns tíma og endurspeglar viðhorf margra á upphafstímum fullveldisins og það danahatur sem þá var enn landlægt.

Kristján Bersi Ólafsson sendir brag sem birtist í Speglinum á tíu ára afmæli fullveldisins 1. des. 1928.

„Þessi bragur er auðvitað barn síns tíma og endurspeglar viðhorf margra á upphafstímum fullveldisins og það danahatur sem þá var enn landlægt.

(Sem dæmi um það er sú ritstjórnarstefna Spegilsins að skrifa þjóðarheitið Danir ævinlega með litlum staf.)“

Einn lýður býr við Eyrarsund,

sem ertur borðar strángar.

Ávaxtað hefur okkað pund,

okrað á því og prángað.

Mjúklega hefur oss meðhöndlað,

mentað oss bæði og forsorgað

um ár og allder langar.

Danskurenn sendi os sáttmálann

sem oss leysti úr áþján,

enda skrifaði undir hann

okkar sijðasti Christján.

Þjóðarfullveldi þágum vjer,

það bar til fyrsta desember

nítján hundrað og átján.

Danskurenn hefur drifiið mörg

dáða strik hjer á lande.

Hörmángarner buðu björg

bændum og líjð þurfande.

Sem helgar minjar höfum við

Hoeffner og Gránufjelagið

og feitan Fenger í standi.

Miskunnsamir vort Morgunblað

mjög lengi hafa skrifað

Og Jón Baldvjnsson besorgað,

svo bolsarnir gætu lifað.

Verður á þeirra velgjörðum.

víst því sem næst óforþjentum,

aldrei of mikið klifað.

Heill sje þeim líjð, sem ljenti kóng

lande voru til þrifa.

Kveðum vjer um hann kvæðin löng

og biðjum hann leingi lifa.

Þvílíkur altjent gerdi gagn,

gressilegt er hans veldi og magn.

Margt þar um mætti skrifa.

Kóngurinn heitir Chistíán –

– hvað er að því að finna –

sjer hann um þjóðar sæmd og lán,

sitt hefur kvur að inna.

Stjórnarskrána hann skeinkti oss,

vjer skeinktun honum aftur hross,

mjög skal til mikils vinna.

Aðeins fáeinir frómir menn

fynnast á voru lande,

þeir sem höfðingja elska enn

eins og Gvendur á Sande.

Jæja, það er nú jafnvel von

að Jón biskup hjerna Helgason

díngli á dönsku bandi.

Af öðrum danskan kendi keim,

Knútur trú´ jeg hann heiti.

Jeg meina líka að játist þeim

Jóhannes býfógeti.

Sagt er enn fleiri sjeu hjer

sannkristner menn og blessaðer,

sem danska mikils meti.

Innan skamms verða árin laung

og stunder mæðusamar,

Þjóð vor kirjar þann sorgarsöng

– við sjáumst alrei framar –

Jeti þeir það sem úti frýs

langt fyrir utan Paradís.

Hafi þá tröll og tramar.

Undir er skrifað „Utanríkismálaráðh. Spegilsins“ og grunar Kristján Bersa að það hafi verið Tryggvi Magnússon, sem þekktur var fyrir að nota fornlega stafsetningu í kveðskap.