<h4>Á tjörninni</h4>ÞESSIR skólastrákar styttu sér óhræddir leið yfir tjörnina sem hefur umbreyst í nokkuð traustan ís og því mun fljótlegra að geta gengið hana endilanga rakleitt í skólann.

Á tjörninni

ÞESSIR skólastrákar styttu sér óhræddir leið yfir tjörnina sem hefur umbreyst í nokkuð traustan ís og því mun fljótlegra að geta gengið hana endilanga rakleitt í skólann. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Leiðrétting SUNNUDAGINN 30. nóv. birtist grein í Velvakanda sem bar yfirskriftina „Gamlir tímar nýir“. Þar var birtur texti úr bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, en hann kom ekki réttur.

Leiðrétting

SUNNUDAGINN 30. nóv. birtist grein í Velvakanda sem bar yfirskriftina „Gamlir tímar nýir“. Þar var birtur texti úr bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, en hann kom ekki réttur. Hér kemur hann leiðréttur:

„Faðir vor þú sem ert á himnum, svo óendanlega langt í burtu að engin veit hvar þú ert, næstum hvergi. Gefðu okkur í dag eithvað ósköp litið að borða þér til dýrðar og fyrirgefðu okkur ef við getum ekki staðið í skilum við kaupmann og lána drottna, en láttu okkur umfram allt ekki freistast til að eiga góða daga. því að þitt er ríkið.“

Seðlabankinn

ÁBYRGÐARHLUTI seðlabankans til eftirlits með lántöku þjóðarinnar upp á 700.000.000.000 kr. er gífurlega stór. Að láta Davíð Oddsson vera helsta umsjónarmann lánsins sem þjóðin hefur tekið er vitfirring. Davíð, sem fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri, er sá maður að flestra dómi, sem komið hefur þjóðinni í þessa erfiðu stöðu. Hann er höfuðpaur nýfrjálshyggjunnar, hann gaf ríkisbankana, hann afnam bindiskyldu einkabankana og eyðlagði orðstír Íslendinga. Það er mín skoðun að hann sé mesti skaðvaldur sem Ísland hefur alið.

Hafsteinn Sigurbjörnsson.

Morgunleikfimi

MIG langar að mótmæla þeirri áætlun að leggja niður morgunleikfimina Ríkisútvarpsins. Þátturinn hefur hentað fólki sem á ekki kost á að stunda leikfimisæfingar annarstaðar og hefur haldið fólki gangandi. Ég er sannfærð um að þetta hafi sparað heilbrigðiskerfinu einhvern pening og trúi ekki að það kosti svo mikið að útvarpið geti ekki haldið þessu úti, það er skaði fyrir þjóðfélagið ef þetta verður lagt af.

Bergljót Þórðardóttir.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is