Í DAG, þriðjudag, kl. 12:00-13:15 stendur lagadeild Háskólans í Reykjavík fyrir fundi um hluthafaábyrgð í stofu 201 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.

Í DAG, þriðjudag, kl. 12:00-13:15 stendur lagadeild Háskólans í Reykjavík fyrir fundi um hluthafaábyrgð í stofu 201 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.

Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallar um undantekningar frá meginreglunni um takmarkaða ábyrgð hluthafa þ. á m. reglna hlutafélagalaga um skaðabótaábyrgð hluthafa, mögulega skaðabótaábyrgð „skuggastjórnenda“ og jafnvel bein ábyrgð hluthafa vegna brottfalls ábyrgðartakmörkunar þeirra. Fundurinn er öllum opinn.