Páll Rúnar Pálsson | 1. desember 2008 Hvar kom það fram? Mig langaði bara að vita hvar hafi komið fram að 90% þjóðarinnar vilji Davíð burt. Ég hef hvergi séð þá tölu. Getur verið að mótmælendur séu að alhæfa enn eina ferðina?

Páll Rúnar Pálsson | 1. desember 2008

Hvar kom það fram?

Mig langaði bara að vita hvar hafi komið fram að 90% þjóðarinnar vilji Davíð burt. Ég hef hvergi séð þá tölu. Getur verið að mótmælendur séu að alhæfa enn eina ferðina? Það kemur allt of oft fram í málflutningi þeirra að „allir“ séu búnir að fá nóg af hinu eða þessu, jafnvel þó í raun hafi aldrei „allir“ tjáð sig um málið hvað þá annað.

Munum líka að stjórnvöld eru kosin af fólkinu í landinu og ríkisstjórnin er mynduð í krafti meirihluta. Sá meirihluti væri ekki fyrir hendi nema af því að hann var kosinn af meirihluta þjóðarinnar. Stjórnvöld sjá svo um, í umboði meirihluta þjóðarinnar, að velja menn til hinna ýmsu starfa, og þar á meðal í sæti seðlabankastjóra. Þannig og bara þannig virkar lýðræðið. Stjórnvöld eru að vinna að því að gera eins gott úr málum og hægt er, en til þess þurfa þau auðvitað tíma. pallru.blog.is