Steinunn Þórarinsdóttir.
Steinunn Þórarinsdóttir.
SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld þátt um myndlistarmanninn Steinunni Þórarinsdóttur, en líklega á enginn núlifandi íslenskur myndlistarmaður fleiri verk á almannafæri en hún.

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld þátt um myndlistarmanninn Steinunni Þórarinsdóttur, en líklega á enginn núlifandi íslenskur myndlistarmaður fleiri verk á almannafæri en hún. Svo undarlega sem það kann að hljóma þá vekur það enga undrun að heimildarmyndin skuli vera bandarísk – það eru allir hættir að vera hissa á því hversu illa íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa sinnt myndlist.

Staðreyndin er samt sú að myndlist er auðvitað sú listgrein sem nýtur sín hvað best í sjónvarpi. Þættir á borð við Kiljuna eru auðvitað bráðnauðsynlegir bókmenntafólki. Og njóta vinsælda þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega áhugaverðir sjónrænt séð; fyrst og fremst fólk að tala í kyrrstöðu. Þeir sem lifa og hrærast í myndlistarheiminum hljóta að spyrja sig af hverju ekki er haldið úti vikulegum þætti sem helgaður er myndlist rétt eins og þætti um bókmenntir. Myndlistarsýningar eru svo margar hér á landi að það væri leikur einn.

Á fyrstu árum Sjónvarpsins kom það reglulega fyrir að gerðir voru þættir um helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að nú, þegar tæknin hefur gert allt svo miklu ódýrara, skuli sá siður hafa lagst af.

Fríða Björk Ingvarsdóttir