Upplýst Anna Hildur, framkvæmdastjóri ÚTÓN
Upplýst Anna Hildur, framkvæmdastjóri ÚTÓN — Morgunblaðið/Golli
ÚTFLUTNINGSSKRIFSTOFA íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) heldur í kvöld, ásamt félögum tónlistarmanna og útgefenda, kynningu á Tónlistarsjóði og Loftbrú.

ÚTFLUTNINGSSKRIFSTOFA íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) heldur í kvöld, ásamt félögum tónlistarmanna og útgefenda, kynningu á Tónlistarsjóði og Loftbrú. Þar mun Svanhildur Konráðsdóttir segja frá Reykjavík Loftbrú og Jónatan Garðarsson frá starfsemi Tónlistarsjóðs sem rekinn er á vegum menntamálaráðuneytisins. Einnig verður kynning á hlutverki helstu hagsmunafélaga tónlistarmanna og útgefenda en þau eru sex talsins (FÍH, FÍT, FTT, SFH, FHF og TÍ). Að sögn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur framkvæmdastjóra ÚTÓN verður farið yfir það hvaða kostir fylgja því að vera skráður í félögin, hvaða skilyrði liggja þar að baki en forsvarsmenn félaganna verða til staðar til að svara spurningum. Spurð hvort hún hafi fundið fyrir tortryggni ungra tónlistarmanna gagnvart þeim félögum sem hér ræðir segir Anna Hildur að hún hafi vissulega heyrt af slíku en þess vegna sé það mikilvægt að þessir tónlistarmenn kynni sér hvers konar starfsemi fari fram í félögunum og að stöðugt upplýsingaflæði sé til tónlistarmanna. „Svona félög eru ekki annað en fólkið sem í þeim starfar. Ef fólk vill bæta svona félög eða efla þá er nauðsynlegt að það kynni sér félögin og gangi svo í þau.

Fundurinn fer fram á Café Rosenberg í kvöld kl. 18 og er öllum opinn. Skráning fer fram hjá Grétu í síma 5114000 eða greta@utflutningsrad.is. hoskuldur@mbl.is