— Morgunblaðið/Kristinn
GOÐAR Ásatrúarfélagsins héldu landvættablót í öllum landsfjórðungum í gær, á fullveldisdaginn.
GOÐAR Ásatrúarfélagsins héldu landvættablót í öllum landsfjórðungum í gær, á fullveldisdaginn. Blótin voru haldin til að minnast landvættanna eins og þær koma fyrir hjá Snorra Sturlusyni í Heimskringlu, er þær stökkva á brott galdramönnum í hvalslíki þegar Noregskonungur er að seilast til áhrifa. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði vísar einnig til þess að góðar vættir vaki yfir landi og þjóð. Blótað var í Vopnafirði, Eyjafirði, á Snæfellsnesi og í Straumsvík. Þá blótaði allsherjargoðinn í Almannagjá á Þingvöllum. Við blótið í Straumi sameinuðu krafta sína Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði og Haukur Halldórsson Reyknesingagoði sem brenndi mynd af forsætisráðherra.