Lightner-dobl.

Lightner-dobl.

Norður
DG96
--
ÁKG96532
8
Vestur Austur
108 Á3
DG986 1075432
108 --
K952 ÁG1043
Suður
K7542
ÁK
D74
D87
Suður spilar 6 doblaða.

Árið 1929 setti Theodore Lightner á blað hugmyndir sínar um útspilsdobl á slemmum. Tilgangur doblsins er að segja makker að þörf sé á „óvenjulegu“ útspili; að doblarinn lumi á eyðu og sé að leita eftir stungu. En ekki er alltaf einfalt að hitta á eyðulitinn. Spil dagsins kom upp í parsveitakeppni BSÍ. Slemma var víða spiluð og vannst oft eftir lokaðar sagnir. Á einum stað vakti suður á 1 og norður stökk beint í 6, sem austur doblaði. Kom þá til kasta vesturs að hitta á útspilið. Flestir eru fastir í þeirri hugsun að koma út í lengsta lit í slíkum stöðum, sem ekki er gott hér. Eftiráspekingar töldu hins vegar tígulútspil „augljóst“, því til að réttlæta stökk í 6 þurfi norður sjálfspilandi láglit (tígul) og eyðu til hliðar (hjarta).