Skíði Margir skíðaunnendur fagna þegar snjór er nægur í Bláfjöllum.
Skíði Margir skíðaunnendur fagna þegar snjór er nægur í Bláfjöllum. — Morgunblaðið/Ómar
STEFNT er að því að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað almenningi á fimmtudag eða föstudag, að sögn Magnúsar Árnasonar, forstöðumanns skíðasvæðanna. Hann segir að kominn sé snjór í allar brekkur skíðasvæðisins en þó ekki alveg nægur alls staðar.

STEFNT er að því að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað almenningi á fimmtudag eða föstudag, að sögn Magnúsar Árnasonar, forstöðumanns skíðasvæðanna. Hann segir að kominn sé snjór í allar brekkur skíðasvæðisins en þó ekki alveg nægur alls staðar. Unnið sé að því að útbúa öruggar skíðaleiðir og verði vonandi opið um helgina.

Magnús segist vonast til þess að hægt verði að hafa skíðasvæðið opið um jólin. Reynist færi geti fólk skellt sér á skíði á jóladag.

Magnús segir að enn sé ekki nægur snjór á skíðasvæðinu í Skálafelli til að opna þar. elva@mbl.is