Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar.
BÓKIN Ísland utan úr geimnum er fyrsta bók sinnar tegundar, að sögn bókaútgáfunnar Veraldar. Höfundarnir eru Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur.
BÓKIN Ísland utan úr geimnum er fyrsta bók sinnar tegundar, að sögn bókaútgáfunnar Veraldar. Höfundarnir eru Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur. Í bókina hefur verið safnað saman myndum af lendingu utan úr himingeimnum og sýna þær ýmis stórfengleg náttúrufyrirbæri, jafnt á landi sem í háloftunum, t.d. Skaftárhlaup, fok landsins á haf út, sinuelda á Mýrum og fárviðri. Í textum sínum útskýra Ingibjörg og Einar þessi fyrirbæri og það sem athygli vekur við hverja mynd, og ljúka þannig upp nýjum heimi fyrir lesendum.