VELTA á skuldabréfamarkaði nam 8,6 milljörðum króna í gær, en skuldabréfamarkaðurinn er nú langstærsti verðbréfamarkaður landsins. Til samanburðar má nefna að velta með hlutabréf nam einungis um 286 milljónum króna.

VELTA á skuldabréfamarkaði nam 8,6 milljörðum króna í gær, en skuldabréfamarkaðurinn er nú langstærsti verðbréfamarkaður landsins. Til samanburðar má nefna að velta með hlutabréf nam einungis um 286 milljónum króna.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,07% í gær og var lokagildi hennar 371,23 stig. Gengi bréfa Exista lækkaði um 42,86% og stendur í fjórum aurum. Þá lækkaði gengi bréfa Straums-Burðaráss um 3,89% og Eimskipafélagsins um 0,76%. Gengi bréfa Össurar hækkaði um 0,52% og Bakkavarar um 0,31%. bjarni@mbl.is