HVERSU lengi á að halda upplýsingum um Sjóð 1 leyndum fyrir almenningi? Þetta er spurning sem brennur svo mjög á viðskipta-vinum eða -óvinum bankans.

HVERSU lengi á að halda upplýsingum um Sjóð 1 leyndum fyrir almenningi?

Þetta er spurning sem brennur svo mjög á viðskipta-vinum eða -óvinum bankans. Er það kannski ætlunin að halda honum í frysti jafnlengi og langreyðarkjötinu í Japan, sem frægt er orðið. Þessi dráttur á upplýsingum er með öllu óafsakanlegur og bankastjórninni til háborinnar skammar.

Haft er eftir fjölmiðlum að eignarhlutur nýskipaðs bankastjóra Nýja Glitnis, Birnu Einarsdóttur, hafi hvergi verið á skrá hjá gamla Glitni og af þeim sökum hafi FME alveg þótt óþarfi að gera veður út af svona smámunum (180 milljónum). Þetta var bara smávægileg vanrækslusynd af hálfu starfsmanna Gamla Glitnis. Enginn blettur fellur því lengur á blessaða bankastýruna. Hún hefur nú verið rækilega hvítþvegin af eldklárum fagmönnum FME, sem höfðu sem betur fer vit á því að nota „Finish“ við það vandasama verk.

Halldór Þorsteinsson skólastjóri Málaskóla Halldórs.