Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson
Það er borðleggjandi að rekstur sveitarfélaga á næsta ári verður erfiður. Landsmenn fengu forsmekkinn af þróuninni í gær.

Það er borðleggjandi að rekstur sveitarfélaga á næsta ári verður erfiður. Landsmenn fengu forsmekkinn af þróuninni í gær.

Tekjujöfnuður sveitarfélaga fór úr því að vera 1,4 milljarðar í plús á þriðja ársfjórðungi í fyrra í að vera tæpir fjórir milljarðar í mínus í ár.

Auðvitað hafa sveitarstjórnarmenn nokkuð til síns máls þegar þeir segja að framlög hafi ekki fylgt verkefnum.

Tekjur milli þessara ársfjórðunga standa samt í stað. Það eru útgjöldin sem vaxa.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir á í Morgunblaðinu í gær að aukin útgjöld skýrist að hluta til vegna þess að erlendar skuldir hækkuðu við fall krónunnar.

Það er rétt hjá Halldóri. Stýrivextir Seðlabankans áttu að slá á þenslu. Sveitarstjórnarmenn gáfu skít í efnahagsstjórnina og tóku erlend lán fyrir framkvæmdum.

Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í Morgunblaðinu í gær að taka ætti sex milljarða að láni til að fjármagna fjárfestingar og framkvæmdir hjá borginni.

Við munum þurfa að fara út í lántöku til þess að bregðast við á næstu misserum,“ segir fjármálastjóri Hafnarfjarðar í blaðinu í dag.

Skattgreiðendur eiga ekki óendanlega mikið af peningum. Ríkisstjórnin er að skera niður. Í hvaða heimi starfa sveitarstjórnarmenn?