Sællegar Tinna Þjóðleikhússtjóri með barnabarn sitt Ragnheiði Eyju.
Sællegar Tinna Þjóðleikhússtjóri með barnabarn sitt Ragnheiði Eyju. — Morgunblaðið/Ómar
SALA á gjafakortum Þjóðleikhússins hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra og hafa þegar selst tæplega fimm þúsund kort. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Þjóðleikhúsið sendi frá sér í gær.

SALA á gjafakortum Þjóðleikhússins hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra og hafa þegar selst tæplega fimm þúsund kort. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Þjóðleikhúsið sendi frá sér í gær. Fjórða upplagið af gjafakortahulstrum fyrir Kardemommubæinn er væntanlegt úr prentun á allra næstu dögum en gjafakort á Kardemommubæinn hafa verið afar vinsæl. Almenn gjafakortasala er einnig með besta móti, auk þess sem mikil aðsókn er að sýningum Þjóðleikhússins.

Það færist sífellt í vöxt að leikhúsgestir nýti sér netið til miða- og gjafakortakaupa, en sú þjónusta sparar sporin í annríkinu fyrir jólin. Þjóðleikhúsið vekur athygli á því að heimsendingarþjónusta á gjafakortum fyrir jólin verður í gildi til 18. desember, en eftir þann tíma getur leikhúsið ekki ábyrgst að sendingar skili sér með póstinum fyrir hátíðarnar.