Stuð stuð stuð Það virðist vera mikið stuð hjá þeim nemendum sem skipa kór Menntaskólans í Reykjavík.
Stuð stuð stuð Það virðist vera mikið stuð hjá þeim nemendum sem skipa kór Menntaskólans í Reykjavík.
KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur sína árvissu aðventutónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld. „Við erum alltaf með tvenna fasta tónleika á ári, á aðventunni og á vorin.

KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur sína árvissu aðventutónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld.

„Við erum alltaf með tvenna fasta tónleika á ári, á aðventunni og á vorin. Síðan reynum við að sækja kóramót framhaldsskólanna og fara eitthvað utan líka,“ segir kórstjórinn Guðlaugur Viktorsson um starfsemi kórsins.

Kórstemningin í MR er góð að sögn Guðlaugs, sem hefur stjórnað kórnum í þrjú ár. „Það er fín stemning í kórnum og eykst hún ár frá ári. Það gengur líka ljómandi vel að manna kórinn og við fáum mjög frambærilegt og gott fólk.“

Á efnisskrá tónleikanna í kvöld er fyrst og fremst kirkjutónlist íslenskra tónskálda. Þar eru verk m.a. eftir Báru Grímsdóttur, John Speight, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jón Ásgeirsson. Fyrirferðarmest er þó verkið „Missa brevis“ eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og þar syngja kórfélagarnir sjálfir einsönginn.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og er ókeypis inn á þá en tekið er við frjálsum framlögum í sjóð kórsins. ingveldur@mbl.is