[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hafnaði í 6. sæti á FIS-móti í svigi sem haldið var í Davos í Sviss í gær. Hann var níundi eftir fyrri ferð og komst ofar eftir þá seinni.
B jörgvin Björgvinsson frá Dalvík hafnaði í 6. sæti á FIS-móti í svigi sem haldið var í Davos í Sviss í gær. Hann var níundi eftir fyrri ferð og komst ofar eftir þá seinni. Aðeins 30 keppendur af 140 náðu að ljúka báðum ferðum þar sem aðstæður voru mjög erfiðar vegna mikillar snjókomu. Meðal þeirra sem féllu úr keppni voru Árni Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Sigurgeir Halldórsson . Íslensku skíðamennirnir verða áfram á ferðinni í Davos í dag og á morgun, í risasvigi og tvíkeppni, en koma síðan heim á föstudag og keppa á alþjóðlegu móti á Akureyri um helgina.

P aul Ince var í gær sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Blackburn Rovers . Ince stjórnaði liðinu í sex mánuði, eða samtals í 21 leik. Aðeins þrír leikir unnust í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er nú í næstneðsta sæti deildarinnar, með 13 stig. Greame Souness, fyrrverandi þjálfari Blackburn, er orðaður við starfið en hann var síðast knattspyrnustjóri Newcastle árið 2006.

Knattspyrnukonan Anna Björg Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki í Árbænum á ný, en hún lék með liðinu í mörg ár áður en hún fór til danska liðsins AaB haustið 2007. Hún kom til Fylkis í sumar og lék með liðinu í einn mánuð en fór síðan aftur til Álaborgarliðsins. Anna er 27 ára og spilar stöðu framherja. Hún á að baki 78 leiki með Fylki og hefur gert samtals 78 mörk fyrir Árbæjarliðið. Í efstu deild hefur hún leikið 30 leiki með liðinu og gert 20 mörk, en hún á einnig fjóra A-landsleiki að baki.

Nevio Orlandi hefur verið sagt upp starfi sínu sem þjálfara ítalska knattspyrnuliðsins Reggina , sem landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson leikur með. Reggina er næstneðst í ítölsku A-deildinni og tapaði 0:2 á heimavelli gegn Sampdoria á sunnudaginn en það var tíundi ósigur liðsins í fyrstu sextán umferðunum. Emil átti ekki upp á pallborðið hjá Orlandi og hefur ekki verið í byrjunarliði hjá honum í deildaleik síðan í september.

Reggina var ekki lengi að finna eftirmann Orlandi en Giuseppe Pillon var ráðinn í hans stað. Pillon er 52 ára og þjálfaði Chievo 2005-2007 með góðum árangri en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í Meistaradeildinni.