— Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Þingeyjarsveit | Það er mikið að gera í hársnyrtingu þessa dagana enda vill fólk hafa hár sitt vel klippt og greitt um jólin. Hjá hársnyrtistofum er víða upppantað og sumir hafa opið fram á kvöld til þess að enginn fari í jólaköttinn hvað þetta varðar.

Þingeyjarsveit | Það er mikið að gera í hársnyrtingu þessa dagana enda vill fólk hafa hár sitt vel klippt og greitt um jólin. Hjá hársnyrtistofum er víða upppantað og sumir hafa opið fram á kvöld til þess að enginn fari í jólaköttinn hvað þetta varðar.

Dýrin þurfa líka að líta vel eins og mannfólkið en á flestum sveitabæjum er búið að rýja féð og mjög margir bændur klippa kýrnar til þess að hafa þær hreinar á básunum um jólin. Heimilishundarnir eru engin undantekning frá þessu sem og önnur gæludýr og var sveitahundurinn Spori bara ánægður í jólaklippingu í dýraspítalanum á Húsavík. Bárður Guðmundsson dýralæknir kunni greinilega handtökin en Spori varð mjög fínn að klippingu lokinni og bíður nú eftir jólunum enda vonast hann eftir stóru beini á aðfangadagskvöld.