Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson
GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann eins marks sigur á Flensburg, 27:26, á útivelli í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær.

GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann eins marks sigur á Flensburg, 27:26, á útivelli í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Guðjón og félagar áttu lengi vel undir högg að sækja í Campushöllinni í Flensburg. Heimamenn komust í 11:6 og voru 16:13 yfir í leikhléi. Rhein-Neckar Löwen tókst að jafna metin, 24:24, þegar 10 mínútur voru til leiksloka og gestirnir sigu svo fram úr undir lokin. Henning Fritz, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, átti ekki síst stóran þátt í sigri Rhein-Neckar en hann varði þrjú vítaköst í seinni hálfleik. Auk Guðjóns gerðu Christian Schwarzer og Uwe Gensheimer 5 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en danski landsliðsmaðurinn Lars Christiansen skoraði 10 mörk fyrir heimamenn. gummih@mbl.is