Jón Hallur Stefánsson
Jón Hallur Stefánsson
VARGURINN eftir Jón Hall Stefánsson kemur út í Þýskalandi í febrúar en afar sjaldgæft er að íslensk skáldsaga sé gefin nánast samtímis út heima og erlendis. Vargurinn kom í verslanir á Íslandi í október.

VARGURINN eftir Jón Hall Stefánsson kemur út í Þýskalandi í febrúar en afar sjaldgæft er að íslensk skáldsaga sé gefin nánast samtímis út heima og erlendis. Vargurinn kom í verslanir á Íslandi í október.

Starfslið Bjarts, sem gefur bókina út, kveðst í fljótu bragði aðeins muna eftir tveimur dæmum: Árið 1960 sendi Halldór Laxness frá sér Paradísarheimt samtímis í Svíþjóð og á Íslandi; og haustið 2006 kom Aldingarður Ólafs Jóhanns Ólafssonar út á Íslandi en í ársbyrjun 2007 í Bandaríkjunum.

Þýskur útgefandi Jóns Halls, Ullstein Buchverlag, gerir sér, að sögn starfsfólks Bjarts, miklar vonir um bókina Brandstifter , eins og hún heitir á þýsku, enda gekk Krosstré Eiskalte Stille reglulega vel hjá forlaginu fyrir tveimur árum. Þýðandi bókarinnar er nú sem fyrr dr. Betty Wahl.

Jón Hallur Stefánsson sendi frá sér sakamálasöguna Krosstré árið 2005. Hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur og hefur komið út víðsvegar um heim og uppskar höfundi sínum titilinn „krónprins íslensku glæpasögunnar“, að því er segir í frétt frá Bjarti.