SAMKVÆMT nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál fjölgar þeim aðilum sem fá undanþágur frá þeim höftum sem sett hafa verið á gjaldeyrisviðskipti. Helst ber þar að nefna ríki og sveitarfélög , sem og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga.

SAMKVÆMT nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál fjölgar þeim aðilum sem fá undanþágur frá þeim höftum sem sett hafa verið á gjaldeyrisviðskipti. Helst ber þar að nefna ríki og sveitarfélög , sem og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtæki, sem eru aðilar að fjárfestingarsamningum við ríkið og fyrirtæki sem fengið hafa leyfi til olíuleitar eru sömuleiðis undanþegin reglunum. Þá er skilanefndum bankanna veitt undanþága frá áðurnefndum reglum.

bjarni@mbl.is