Þórunn Helga Jónsdóttir
Þórunn Helga Jónsdóttir
ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir, knattspyrnukona úr KR, á góða möguleika á að verða bikarmeistari í Brasilíu. Lið hennar, Santos, sigraði Sport Recife, 3:1, í fyrri úrslitaleik félaganna í bikarnum á sunnudaginn.

ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir, knattspyrnukona úr KR, á góða möguleika á að verða bikarmeistari í Brasilíu. Lið hennar, Santos, sigraði Sport Recife, 3:1, í fyrri úrslitaleik félaganna í bikarnum á sunnudaginn. Þórunn kom inná sem varamaður í leiknum en hún hefur leikið alla leiki liðsins síðan hún kom til félagsins fyrir nokkrum vikum.

Leikurinn fór fram á heimavelli Sport Recife og sá síðari verður leikinn á heimavelli Santos annað kvöld. Þórunn Helga varð bikarmeistari með KR í haust og getur því orðið bikarmeistari í tveimur löndum á árinu, og það á afmælisdegi sínum, sem er á morgun.

Þórunn Helga er 24 ára gömul og leikur sem varnar- eða miðjumaður. Hún var valin í 22 manna landsliðshóp í sumar, á ekki A-landsleik að baki en hefur hins vegar spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Þórunn er í 40 manna hópnum sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið til undirbúnings fyrir Evrópukeppnina í Finnlandi á næsta ári. Hún hefur leikið 92 leiki með KR í efstu deild og skorað í þeim 11 mörk. vs@mbl.is