<h4>Snjókarlar í Hafnarfirði</h4>Í Hafnarfirði hafa þeir Ásgeir og Bjarni hnoðað stærðar snjóbolta sem líklegast á að nota í snjókallagerð í bakgarðinum. Það þarf ábyggilega tvo til að lyfta þessum.

Snjókarlar í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði hafa þeir Ásgeir og Bjarni hnoðað stærðar snjóbolta sem líklegast á að nota í snjókallagerð í bakgarðinum. Það þarf ábyggilega tvo til að lyfta þessum. — Morgunblaðið/RAX
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vonbrigði á vonbrigði ofan JÁ margt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að mati aldraðra. Ísland hrundi á botn glóandi hrauns með glatað mannorð.

Vonbrigði á vonbrigði ofan

JÁ margt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að mati aldraðra. Ísland hrundi á botn glóandi hrauns með glatað mannorð. Ungir og frískir framadjarfir menn teknir við gamla Mogganum mínum með nýjar ferskar hugmyndir, að þeirra mati. Sigmund rekinn með sínar frábæru skemmtilegu teikningar. Stórgóðar greinar Braga Ásgeirssonar horfnar af síðum blaðsins. Mogginn minn, sem er svo notalegt að setjast niður með að morgni með kaffibolla í hendi, hefur breyst í Lesbók og Lesbókin orðin að litabók með heilsíðuauglýsingum, glannalegu litskrúði og fyrirferðarmiklum römmum um hverja smágrein. Ó já, margt er mannsins bölið. Hvað tjáði Sigmund í teikningum sínum sem hinum ungu, nýju og framagjörnu ritstjórum féll ekki við? Var einhver lævís pólitík í myndum hans sem mátti ekki koma fyrir augu lesenda? Var hann að móðga, særa, hrekkja, leggja í einelti? Var hann kannski of beinskeyttur með pennann, hið forna íslenska vopn? Sá hann í innstu sálarkima þeirra er ráðið hafa hinni margnefndu sökkvandi þjóðarskútu sl. 17 ár. Þurfti hann að gjalda fyrir það að opinbera almúganum hvað var á ferðinni og hvers var að vænta? Sá eldhuginn Sigmund kannski of vel inn í komandi tíma? Sagt er „að sannleikanum er hver sárreiðastur“. Ég kem nú með þá hugmynd, að snillingurinn Sigmund, sem situr eldhress og hugmyndaríkur í Vestmannaeyjum, gefi út sitt eigið blað með snilldarpenna sínum, það þyrfti ekki að vera stórt, tvær myndir á hverri síðu. Það er mál- og prentfrelsi ríkjandi í landi voru. Það blað myndi verða jólabók ársins.

Sárreiður aldraður.

Þúfu er saknað

ÞÚFA hefur ekki komið heim til sín síðan fimmtudagsmorgun 11. des. Hún er rauðbröndótt og hvít, með áberandi ör á neðri vör, og óvenju hænd að mannfólki almennt. Heimilsfang hennar, Þingholtsstræti 17, og sími, 864-9676, eru skrifuð beint á ólina sem hún var með. Þúfa er mikil vinkona barnanna í fjölskyldunni, sem vona að einhver viti af henni og hafi samband.

Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is