Á AÐFANGADAG verður haldin dönsk jólamessa að venju í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefst messan kl. 15.00 Slík messa hefur verið haldin um árabil og er það danska sendiráðið á Íslandi sem hefur veg og vanda af helgihaldinu.

Á AÐFANGADAG verður haldin dönsk jólamessa að venju í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefst messan kl. 15.00 Slík messa hefur verið haldin um árabil og er það danska sendiráðið á Íslandi sem hefur veg og vanda af helgihaldinu. Ólöf Kolbrún Harðardóttir leiðir sönginn en Marteinn H. Friðriksson organisti leikur undir.

Mikill fjöldi hefur sótt þessar messur í gegnum tíðina, bæði Danir sem eru búsettir hér á landi, en einnig aðrir Norðurlandabúar. Auk þeirra er það orðinn fastur liður hjá mörgum Íslendingum sem tengjast Danmörku á einn eða annan hátt að sækja þessa stund og hefja þannig jólahaldið. Að þessu sinni mun áhöfn danska strandgæsluskipsins Hvidbjørnen taka þátt í helgihaldinu. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.