Pétur Stefánsson segir að lífið sé leikur og bregður á leik með lífið í fáum línum: Efni í stökur aldrei dvín, né ásókn fólks í brennivín. Og ekki þrýtur eymd og pín þó aldir komi'og fari. Til að bæta og létta líf ligg ég í bjór og elska víf.

Pétur Stefánsson segir að lífið sé leikur og bregður á

leik með lífið í fáum línum:

Efni í stökur aldrei dvín,

né ásókn fólks í brennivín.

Og ekki þrýtur eymd og pín

þó aldir komi'og fari.

Til að bæta og létta líf

ligg ég í bjór og elska víf.

– Um breiða veginn sæll ég svíf

sífellt ánægðari.

Ég vil lifa og leika mér,

liggja konur hvar sem er.

Út á lífið ef ég fer

er ég til í slaginn.

– Með Bakkusi ég býst í ferð,

á bjórnum verða skilin gerð,

því eilíflega edrú verð

ég eftir hinsta daginn.

Hjálmar Freysteinsson las Staksteina í Morgunblaðinu, þar sem sett var út á að koníakið hækkaði minna en vodkinn, útrásarvínið meira en „iðnaðarsprúttið“. Hjálmari varð að

orði:

Nú þarf að berja í borðið,

blöskrar mér ólán mitt.

Ódýra vínið orðið

ennþá dýrara en hitt.

Davíð Hjálmar Haraldsson var fljótur að finna björtu hliðina á þessu, nefnilega að starfandi fólk væri laust við skjálfta og timburmenn eftir helgar:

Öruggara er mitt líf,

engin slys á gæfuvegi.

Leggst ég undir læknis hníf

og lifi það á mánudegi.