Yfirmaður Annar mannanna var forstöðumaður hjá FL Group, sem í dag heitir Stoðir. Hinn maðurinn starfaði hjá Landsbanka fram að bankahruni.
Yfirmaður Annar mannanna var forstöðumaður hjá FL Group, sem í dag heitir Stoðir. Hinn maðurinn starfaði hjá Landsbanka fram að bankahruni. — Morgunblaðið/Golli
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MARKAÐSMISNOTKUNIN sem fyrrverandi starfsmaður FL Group og fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Landsbankanum eru grunaðir um að hafa stundað átti sér stað á síðustu fimm viðskiptadögum annars ársfjórðungs árið 2006.

Eftir Þórð Snæ Júlíusson

thordur@mbl.is

MARKAÐSMISNOTKUNIN sem fyrrverandi starfsmaður FL Group og fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Landsbankanum eru grunaðir um að hafa stundað átti sér stað á síðustu fimm viðskiptadögum annars ársfjórðungs árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, sem hefur rannsakað málið í á annað ár, eru mennirnir tveir grunaður um að hafa með ásetningi hækkað gengi hluta í fjórum norrænum félögum sem FL Group átti hluti í með tilboðum og viðskiptum „í því skyni að fegra stöðu eignasafns fjárfestingarfélagsins við lok viðkomandi ársfjórðungs“.

Gengi bréfanna hækkaði ört þessa síðustu fimm daga fyrir lok fjórðungsins en eftir að honum lauk hætti FL Group samstundis kaupum í félögunum og fór þá gengi þeirra að lækka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru umrædd félög Finnair, Royla Unibrew, Bang & Olufsen og Aktiv Kapital. Annar hinna grunuðu er fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hjá FL Group. Hann lét af störfum hjá félaginu vorið 2007. Hinn maðurinn starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Landsbankanum en hætti þar þegar bankinn féll í byrjun október.