Ómar Guðjónsson
Ómar Guðjónsson
ÓMAR Guðjónsson gítarleikari og tríó hans verða með síðustu tónleika sína á þessu ári á Rósenberg í kvöld kl. 21. Félagar Ómars í tríóinu eru Matthías MD Hemstock á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

ÓMAR Guðjónsson gítarleikari og tríó hans verða með síðustu tónleika sína á þessu ári á Rósenberg í kvöld kl. 21.

Félagar Ómars í tríóinu eru Matthías MD Hemstock á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Ómar gaf nýverið út plötuna Fram af , sem hefur fengið frábærar viðtökur og segir hann að hún hafi fengið fjórar og hálfa stjörnu í Morgunblaðinu og fjórar í Fréttablaðinu og DV. Þá hafi verið sagt um hana á Rás eitt: „Djöfull er þetta flott músík!“ Ife Tolentino, hinn brasilíski söngvari og gítarleikari, mun hita upp sviðið ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni.