Bjarney Magnea Jonna Arinbjarnardóttir fæddist á Skriðulandi í Arnarneshreppi 3. júní 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 23. nóvember síðastliðinn.

Útför Bjarneyjar fór fram frá Glerárkirkju 2. des. sl.

Elsku Bjarney mín.

Nú er sunnudagur. Ég vaknaði klukkan fimm alveg eins og þú. Þú vaknaðir oft klukkan fimm, en það er allt í lagi. Þeir sem hafa Guð í sínu hjarta geta allt, líka vaknað klukkan fimm.

Síðastliðinn sunnudag kvaddir þú en samt kvaddir þú ekki því andi þinn er svo sterkur og þinn karakter. Þú ert hjá okkur í huga, þú ert hjá okkur í hjarta, alveg eins og Guð. Guð er góður, hann tók þig til sín opnum örmum.

Himinninn var fagur og bjartur. Guð hefur verið glaður að fá þig til sín, alveg eins og þú. Þú varst glöð, þegar við komum til þín fólkið hér í Melasíðu 2. Ávallt gastu spjallað, gerðir gott úr öllum hlutum. Eitt stóð upp úr, alltaf varstu fín, uppáklædd í fallegu pilsi og peysu.

Þú áttir alltaf súkkulaðirúsínur eða súkkulaði til að gefa okkur með kaffinu úr þínum fallegu rósóttu bollum og servíettur; ekki má gleyma því, mín kæra. Þær toppuðu allt, undir bollann lagðir þú fallega servíettu sem gerði það að verkum. Það gladdi hjarta mitt og örugglega fleiri hjörtu sem komu til þín.

Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér, ég er þakklát Guði fyrir það að þér gat ég sinnt. En nú sinnir Guð þér. Þínum aðstandendum gefur hann styrk í sorginni, kannski gleði líka því þú ert á öruggum stað, öruggum sem við förum öll til. Gaman var að kynnast þér.

Guð styrki Önnu og Örnu og þeirra fjölskyldur. Kærleikskveðja til þín og þinna nánustu með góðum styrk.

Leiddu mína litlu hendi,

ljúfi Jesús, þér ég sendi

bæn frá mínu brjósti, sjáðu,

blíði Jesús, að mér gáðu.

(Ásmundur Eiríksson.)

Áslaug, Melasíðu 2h.