Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson
„VERÐI þetta frumvarp samþykkt sem lög frá Alþingi felst í því gríðarleg pólitísk yfirlýsing af hálfu íslenska þingsins og skýr skilaboð gagnvart breskum yfirvöldum um að við sættum okkur ekki við þá meðferð sem Íslendingar voru látnir sæta þegar...

„VERÐI þetta frumvarp samþykkt sem lög frá Alþingi felst í því gríðarleg pólitísk yfirlýsing af hálfu íslenska þingsins og skýr skilaboð gagnvart breskum yfirvöldum um að við sættum okkur ekki við þá meðferð sem Íslendingar voru látnir sæta þegar Bretar beittu hryðjuverkalögunum,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður.

Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarps fimm þingmanna úr öllum flokkum þess efnis að fjármálaráðherra megi veita fé eða lán til þess að standa straum af kostnaði vegna málshöfðunar þeirra sem þurftu að þola aðgerðir Breta. „Þá er maður fyrst og fremst að hugsa um Landsbanka sem settur var á hryðjuverkalista og innrás í dótturfélag Kaupþings sem leiddi til þess að Kaupþing féll,“ tekur Sigurður fram. Hann bætir því við að brýnt sé að leggja frumvarpið fram nú þar sem fyrir liggi að málshöfðunarfrestir, að minnsta kosti í máli Kaupþings, séu að renna út.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að hagsmunir af málsókn séu svo veigamiklir að óvissa um hver beri fjárhagslega og lagalega ábyrgð á henni megi ekki standa í vegi.

ingibjorg@mbl.is