Margeir Pétursson
Margeir Pétursson
MARGEIR Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að ekki verði hægt að opna útibú SPRON á morgun, mánudag, eins og til stóð.

MARGEIR Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að ekki verði hægt að opna útibú SPRON á morgun, mánudag, eins og til stóð.

„Kaup MP banka á Netbankanum og útibúaneti SPRON án efnahags eru í uppnámi vegna mótmæla frá Nýja Kaupþingi banka,“ segir Margeir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Svo virðist sem Nýja Kaupþing telji yfirtökuna stefna bankanum í hættu. Margir viðskiptavinir muni færa sig aftur til SPRON og það muni valda óróa í kerfinu.

„Gagnvart okkur lítur þetta þannig út að Nýja Kaupþing sé að beita Seðlabankanum fyrir sig til að hindra samkeppni við ríkisbankakerfið. Nýja Kaupþing vill halda gömlum viðskiptavinum SPRON í einhvers konar gíslingu hjá sér. Þetta fer auðvitað þvert gegn tilmælum Samkeppnisstofnunar frá í haust og er á skjön við jákvæð viðbrögð viðskiptaráðherra við yfirtöku okkar á SPRON,“ segir Margeir.

Hann biður viðskiptavini SPRON að sýna biðlund. „Vegna afstöðu Nýja Kaupþings þá er ráðning MP banka á 45 starfsmönnum SPRON með öllu óviss.“ | 49