Dekur Gott nudd getur gert erfiðan dag bærilegri. Það er líka hollt að standa upp frá borðinu og fá stutt nudd í dagsins önn.
Dekur Gott nudd getur gert erfiðan dag bærilegri. Það er líka hollt að standa upp frá borðinu og fá stutt nudd í dagsins önn.
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is SJALDAN er jafngott að fá nudd og eftir langan og erfiðan vinnudag: Sálin þreytt og líkaminn úrvinda eftir að hafa setið við skrifborðið allan daginn.

Eftir Ásgeir Ingvarsson

asgeiri@mbl.is

SJALDAN er jafngott að fá nudd og eftir langan og erfiðan vinnudag: Sálin þreytt og líkaminn úrvinda eftir að hafa setið við skrifborðið allan daginn.

Best væri auðvitað að hafa nuddara í fullu starfi á hverjum vinnustað, en það má ná langt með góðum nuddstól: „Landspítalinn keypti t.d. af okkur tvo stóla og er ekki annað að heyra en þeir séu þar í notkun allan daginn, bæði til að hressa við starfsmenn og sjúklinga,“ segir Jón Arnarson hjá Jóni Bergssyni ehf. sem selur Human Touch nuddstólana: „Sumir mæta jafnvel aðeins fyrr í vinnuna til að byrja daginn með góðu nuddi,“ bætir hann við.

Jón segir að síðustu ár hafi orðið aukning í því að fyrirtæki kaupi nuddstól til að hnoða þreytta starfsmenn: „Ég fékk að reyna það sjálfur að vinna á skrifstofu tíu tíma vinnudag, og fékk af því brjósklos. Þegar ég kynntist stólunum frá Human Touch var ég stífur og stirður en stóllinn losaði um spennuna,“ segir hann.

„Það er öllum hollt, hvort sem þeir vinna skrifstofustörf eða önnur verk, að taka sér hlé í stundarfjórðung, láta nudda sig og fá góða hreyfingu á bakið. Þar sem svona stólar eru teknir í notkun vekja þeir mikinn fögnuð.“

Endast vel og nudda vel

Að sögn Jóns hafa Human Touch nuddstólarnir verið seldir hér á landi í hálft fjórða ár en vestanhafs eru þessir stólar með afgerandi markaðshlutdeild. Hann segir góða reynslu komna af stólunum sem reynst hafa endingargóðir og nudda vandlega: „Nuddið fer fram með hjólum sem elta legu hryggjarins og hreyfa við liðum og vöðvum, og einnig er nudd fyrir fæturna. Stóllinn kemur blóðrásinni af stað og mýkir stífa vöðva og getur komið í veg fyrir álagsverki og dregið úr þreytu og stífleika.“

Stólarnir kosta flestir í kringum 300.000 kr. og segir Jón það ekki mikla fjárfestingu borið saman við verðið á öðrum skrifstofubúnaði: „Bestu meðmælin eru líklega að bæði hnykkjarar og nuddarar hafa keypt þessa stóla af okkur, og má nefna að hnykkjarar í Bandaríkjunum mæla með þessum stólum.“