MÁL slökkviliðsmanns, sem játað hefur aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum, er í athugun og ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um hvort honum verður vikið úr slökkviliðinu, að sögn Ragnars Baldvinssonar slökkviliðsstjóra.

MÁL slökkviliðsmanns, sem játað hefur aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum, er í athugun og ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um hvort honum verður vikið úr slökkviliðinu, að sögn Ragnars Baldvinssonar slökkviliðsstjóra.

Slökkviliðsmaðurinn er einn þriggja manna sem hafa játað mismikla aðild að íkveikju í rútu aðfaranótt miðvikudags. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um ákæru. Tveir mannanna eru á tvítugsaldri og sá þriðji er að verða sautján ára. Þeir eru allir í Björgunarfélagi Vestmannaeyja.