Annaðhvort er maðurinn með Alzheimer á alvarlegu stigi eða hann sagði íslensku þjóðinni ósatt.

Annaðhvort er maðurinn með Alzheimer á alvarlegu stigi eða hann sagði íslensku þjóðinni ósatt.

Davíð Oddsson gagnrýndi nýjan seðlabankastjóra, Svein Harald Oygaard, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, fyrir að segjast ekki muna hvenær hann var beðinn um að taka við embættinu.

Í þessum kaflaskilum í lífi þjóðarinnar höfum við nú svarað kallinu um breytingar og tekið til við að skrifa nýjan kafla í sögu flokksins okkar.

Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég munstra mig í áhöfn Bjarna Benediktssonar.

Kristján Þór Júlíusson, sem tapaði 40,4%:58,1% fyrir Bjarna í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins.

Ruglið í Reykjavík sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð upp á er á einhvern hátt eins og undanfari þess að ljóst var að það er ekki sjálfsagt að menn ráði við erfið mál í pólitík.

Dagur B. Eggertsson, nýr varaformaður Samfylkingarinnar.

Borgarahreyfingin er skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar.

Þráinn Bertelsson rithöfundur, leiðtogi Listahreyfingarinnar í Reykjavík norður.

Ég geri ráð fyrir að íslenskt bankakerfi í framtíðinni verði mjög ólíkt því gamla. Bankarnir verða venjulegir viðskiptabankar á íslenskum innanlandsmarkaði.

Kaaro Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, sem ríkisstjórnin fól að leggja mat á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur.

Ég treysti Svavari Gestssyni [formanni samningsnefndar Íslands í Icesave-deilunni] og ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi, og hans fólk, glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, á Zetunni, viðtalsþætti á mbl.is, um væntanlega niðurstöðu fyrir íslenska skattborgara í Icesave-viðræðunum.

Það verður aldrei neitt glæsilegt við þetta mál [Icesave] En vonandi getur lausnin orðið þannig að hún verði bærileg fyrir Ísland.

Steingrímur J. Sigfússon, en hann dró til baka orð sín um samninga í Icesave-málinu á Zetunni, á fundi fjárlaganefndar

Ég segi leiðtogum Palestínu – ef þið viljið frið í raun og veru, er mögulegt að koma á friði.

Benjamin Netanyahu, nýr forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likudflokksins, í fyrstu ræðu sinni á ísraelska þinginu.

Ég er búinn að vera forstjóri svo lengi að ég hef ekkert gaman af því lengur. Þessum titli er hins vegar ekki ætlað að hafa nein áhrif á sjálfstæði ritstjórnar.

Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs.

Mig langar mest til að fara heim í fýlu, þetta er svo svekkjandi.

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska knattspyrnuliðsins, eftir 2:1 tap fyrir Skotum á Hamden Park í Glasgow.