Þórdís Pálsdóttir fæddist í Hvarfi í Víðidal V-Hún. 25. apríl 1927. Hún andaðist á dvalarheimilinu Grund 27. mars sl. Foreldrar hennar voru Elísabet Ágústa Gísladóttir húsfreyja í Hvarfi, f. 26. sept. 1904, d. 1. jan. 1989, og Páll Vídalín Guðmundsson bóndi í Hvarfi, f. 3. apríl 1897, d. 11. nóv. 1971. Þórdís átti þrjú systkini, Kristínu, f. 4. júní 1925, d. 13. febr. 1933, Guðmund, f. 6. júní 1931, og Gísla Unnstein, f. 21. júlí 1936, d. 21. des. 2006, kvæntur Guðríði Haraldsdóttur, f. 24. febr. 1932.

Þórdís giftist Jóni Bergssyni, f. 16. nóv. 1927, syni Bergs Jónssonar, f. 24. sept. 1989, d. 18. okt. 1953, og Guðbjargar Lilju Jónsdóttur, f. 10. júlí 1903, d. 18. mars 1932. Börn Þórdísar og Jóns eru:

1) Guðbjörg Lilja Jónsdóttir, f. 15. júní 1951, maki Snorri Guðmundsson, f. 2. sept. 1951, börn þeirra eru: a) Jón Þór Andrésson, f. 23. júní 1969, sonur Andrésar Andréssonar, f. 15. febr. 1951, maki Erla Erlendsdóttir, f. 16. sept. 1974, börn þeirra eru Erlendur Óskarsson, f. 5. jan. 1998, og óskírður Jónsson, f. 2. febr. 2009. b) Guðmundur, f. 16. sept. 1977, maki Pála Gunnarsdóttir, f. 22. jan. 1982, börn þeirra eru Anna Lilja, f. 14. maí 1999, móðir er Hafdís Arinbjarnardóttir, f. 23. jan. 1979, og Katrín Katla, f. 12. ágúst 2006. c) Elsa Þórdís, f. 29. okt. 1986, maki Einar Hjaltason, f. 23. júní 1984. 2) Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, f. 17. okt. 1952, maki Þórður Haukur Ásgeirsson, f. 6. des. 1953, börn þeirra eru: a) Ásgeir, f. 22. ágúst 1971, maki Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 4. ágúst 1972, börn þeirra eru Alexander Freyr Einarsson, f. 22. mars 1990, sonur Einars Páls Tamini, f. 15. jan. 1969, Stefán Haukur, f. 24. febr. 1999, Torfi Sveinn, f. 19. júlí 2004. b) Þórdís, f. 15. júlí 1978, maki Gunnar Tryggvi Halldórsson, f. 14. mars 1979, börn þeirra eru: Halldór Smári, f. 12. des. 2001, og Elísabet Kristín, f. 29. jan. 2008. 3) Bergur Jónsson, f. 14. ágúst 1954, maki María Jörgensdóttir, f. 13. júlí 1957, börn þeirra eru: a) Aðalheiður Elín, f. 22. febr. 1979, maki Guðmundur Ólafsson, f. 24. febr. 1977, börn þeirra eru María Björk, f. 23. júlí 2006, og Hugrún, f. 17. ágúst 2008. b) Guðbjörg Lilja, f. 14. okt. 1981, sonur Anton Snær Guðjónsson, f. 25. mars 2002. c) Jón Anton, f. 28. jan. 1989. 4) Páll Vídalín Jónsson, f. 5. okt. 1966, maki Brigit Jónsson, f. 12. júní 1976, börn þeirra eru: a) Magnús Vídalín, f. 6. des. 1994, sonur Sigríðar Magnúsdóttur, f. 9. okt. 1964, b) Daníel Vídalín, f. 11. mars 2005, og c) Oliver Vídalín, f. 29. feb. 2009.

Þórdís bjó lengst af á Ljósvallagötu 8 og í Mávahlíð 34 í Reykjavík. Hún gekk í skóla á Miðhópi í Víðidal og síðan á Laugarvatni. Þórdís starfaði við ýmis störf í Reykjavík á kaffihúsum og sem þerna á Herjólfi. Eftir að börnin voru uppkomin starfaði hún við afgreiðslustörf m.a. í Briddebakaríi á Hverfisgötunni og síðustu starfsárin við heimahjúkrun hjá öldruðum sem hún hafði mikla ánægju af.

Þórdís var jarðsungin frá Fossvogskirkju 1. apríl.

mbl.is/minningar