RÍKISKAUP hafa óskað eftir tilboðum í rekstur ökutækja á vegum bílamiðstöðvar lögregluembætta á Íslandi en lögreglubifreiðarnar eru um 160.

RÍKISKAUP hafa óskað eftir tilboðum í rekstur ökutækja á vegum bílamiðstöðvar lögregluembætta á Íslandi en lögreglubifreiðarnar eru um 160.

Rekstur bifreiðanna var sameinaður árið 2000 í bílamiðstöðinni en í útboðinu nú er óskað eftir tilboðum í að taka yfir, reka, halda við og endurnýja bíla bílamiðstöðvarinnar í sex ár. Um er að ræða alhliða rekstur og viðhald, sem tekur einnig til búnaðar í bílunum. Tilboðin verða opnuð 22. maí en nánari upplýsingar er að finna á vef Ríkiskaupa frá 8. apríl.