Knésetjum einokunarsinna
ÞEIR sem hafa tekið sér yfirráð yfir Íslandi og lýð þess eru nú logandi hræddir við þá hugsanlegu breytingar sem verða við inngöngu í ESB, því þá geta þeir ekki lengur ráðskast með lýðinn eins og þræla með skattlagningum, gengisfellingum, tollum og hæsta matvælaverði í heimi. Ég skora á alla skattgreiðendur að hrista þrælahaldi einokunaratvinnuvega kvótakónga og bænda af sér og krefjast réttlátrar skiptingar á auðlindum lands og sjávar og gildi kærleikans verði ofan á með þeirri hugsun að „elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. Við náum þessu með inngöngu í ESB.
Pétur Sigurðsson.
Morgunblaðið skarar framúr
ÉG vil hrósa Morgunblaðinu fyrir að veita góða þjónustu, vera besta blaðið og að hafa verið til staðar hvern einasta dag. Það hefur verið borið út hvern einasta dag í fleiri áratugi, hvernig sem viðrar og hefur það þjónað Íslendingum í mörg ár. Blaðið kemur inn um lúguna, brakandi ferskt og með frábærar fréttir. Á sunnudögum kemur svo sérstakur sunnudagsmoggi.Blaðið hefur verið frábært og ekki má gleyma öllum krökkunum sem lesa hið frábæra og skemmtilega Barnablað sem kemur út um helgar.
Blaðið hefur veitt mér innblástur og mikla skemmtun frá því að það byrjaði að koma í áskrift á heimili mitt.
Og að lokum vil ég þakka Morgunblaðinu og óska því innilega til hamingju með frábært blað og ferskar fréttir.
Sigþór Constantin Jóhannsson.
Veljum fyrirmyndar Idol-stjörnu
ÉG er mikill Idol-unnandi og finnst íslenski þátturinn verulega góður. Mér finnst gaman að ungt fólk fái tækifæri til að koma sér á framfæri. Það sem slær á gleðina hins vegar er þegar fólk greiðir atkvæði, því þá er ekki farið eftir tóneyranu, heldur einhvers konar „Silvíu Nætur-syndromi.“ Mér finnst afar slæmt þegar falskir keppendur (það hljóta allir að heyra) komast áfram vegna þess að þeir eiga marga vini. Keppendunum er enginn greiði gerður með því.Þess vegna langar mig að koma því á framfæri að fólk greiði atkvæði eftir því hvernig keppendur standa sig og kjósi þá sem þeir trúa að muni að bera titilinn „Idol-stjarna“ með sóma.
Idol-unnandi.
Aðstoð
Á HEIMLEIÐ rétt hjá Álftamýrarskóla seinnipart dags 25. mars sl. kom ég að dóttur minni sem hafði meitt sig. Kannski leit út fyrir að hún væri meira meidd en hún raunverulega var. Maður á jeppa kom að og bauð fram aðstoð sína en þá var ég að reyna að róa dótturina og þurrka mesta blóðið af fætinum svo ég gleymdi að þakka manninum fyrir bjóða fram aðstoð og einnig að láta hann vita að þetta væri dóttir mín og að við byggjum ekki langt frá.Ég þakka því hér með þessum hjálpsama manni.
Sigurður.
Brandur er týndur
BRANDUR er grábröndóttur fressköttur sem týndist á svæðinu kringum Ljósvallagötu og Tjarnargötu mánudaginn 30. mars. Þeir sem hafa orðið varir við Brand eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 551 0006 eða 663 3611.Svarað í síma 5691100 frá 10-12