Halldór Bragason, blúsari.
Halldór Bragason, blúsari.
BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík hófst í gær, laugardag. Var hátíðin sett við styttu Leifs Eiríkssonar og síðan óku svonefndir blúsvagnar fylktu liði niður Skólavörðustíginn.
BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík hófst í gær, laugardag. Var hátíðin sett við styttu Leifs Eiríkssonar og síðan óku svonefndir blúsvagnar fylktu liði niður Skólavörðustíginn. Á sama tíma hófst blúsáhaldagangan þar sem gengið var niður sama stíg og léku blústónlistarmenn víða um borgina á hinum og þessum stöðum. Um kvöldið fóru svo fyrstu tónleikarnir í klúbbi Blúshátíðar á Café Rósenberg fram. Næstu daga verður fjölbreytt dagskrá á vegum hátíðarinnar og á þriðjudag treður goðsögnin Pinetop Perkins upp ásamt Vinum Dóra á Hilton Reykjavík Nordica. Þess má geta að Pinetop var valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu hátíðarinnar.