Út vil ek Elín Ey er farin til Kálhorníu eftir helgi til tónleikahalds.
Út vil ek Elín Ey er farin til Kálhorníu eftir helgi til tónleikahalds.
TÓNLISTARKONAN Elín Ey, sem gaf út hinn einkar efnilega frumburð See you in Dreamland á síðasta ári, fékk óvænt boð um spilamennsku í Kaliforníu fyrir helgina. Fer hún út á þriðjudaginn og verður í tvær vikur og mun troða upp í San Francisco og L.A.

TÓNLISTARKONAN Elín Ey, sem gaf út hinn einkar efnilega frumburð See you in Dreamland á síðasta ári, fékk óvænt boð um spilamennsku í Kaliforníu fyrir helgina. Fer hún út á þriðjudaginn og verður í tvær vikur og mun troða upp í San Francisco og L.A. og víðar ef allt gengur að óskum.

Elín segir þetta litla klúbba en hún hyggist harka út fleiri „gigg“. Ætlunin er að kynna plötuna og selja eins og kostur er eftir tónleika.

Til að mæta ferðakostnaði heldur hún tónleika á Café Cultura í kvöld kl. 22 ásamt fleirum. Miss Mount, eða Myrra Rós, treður upp, systkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK koma einnig fram, Lay Low ætlar að plokka nokkur lög og dúettinn Pikknikk sömuleiðis. Aðgangseyrir er litlar 1000 kr. en krumpaðir, úr sér gengnir dollarar eru einnig vel þegnir. arnart@mbl.is