Guðmundur Magnússon fæddist 1. júlí 1929. Hann lést 17. janúar síðastliðinn. Móðir hans var Hulda Long, f. 23. september 1909, d. 18. júní 2007. Faðir Guðmundar var Magnús Jónsson frá Ísafirði, f. 5. janúar 1908, d. 1978. Tvíburasystir Guðmundar er Ingibjörg. Hálfsystkini þeirra, börn Magnúsar, eru Sjöfn, Jón, Sigurlaug, Margrét, Bragi og Hafdís. Sjöfn og Jón eru látin.

Guðmundur veikist þegar hann var á þriðja ári í gagnfræðaskóla, þá sautján ára. Á Þorláksmessu 1947 var hann lagður inn á Klepp og fyrir um 30 árum fluttist hann í Fellsenda í Dalabyggð og bjó þar æ síðan.

Útför Guðmundar var gerð í kyrrþey.