Talið upp í þrettán. Norður &spade;K64 &heart;D9 ⋄D542 &klubs;K1062 Vestur Austur &spade;985 &spade;72 &heart;ÁG10874 &heart;652 ⋄93 ⋄ÁG876 &klubs;Á8 &klubs;G94 Suður &spade;ÁDG103 &heart;K3 ⋄K10 &klubs;D753 Suður spilar 4&spade;.

Talið upp í þrettán.

Norður
K64
D9
D542
K1062

Vestur Austur
985 72
ÁG10874 652
93 ÁG876
Á8 G94

Suður
ÁDG103
K3
K10
D753

Suður spilar 4.

Þeir voru margir sagnhafarnir í síðustu umferð Íslandsmótsins sem nutu aðstoðar varnarinnar í þessu spili – fengu til dæmis út Á, sem leysir höfuð sagnhafa í einu vetfangi. Aðrir gáfu tvo slagi á lauf og fóru einn niður. Nema þó Björn Eysteinsson, en hann spilaði samninginn úr norðuráttinni eftir opnun á minigrandi (10-12) og yfirfærslu á móti. Vestur doblaði yfirfærslu suðurs og austur kom út með 2 – þriðja hæsta í lit makkers. Þar með var hjartastaðan upplýst. Björn þreifaði svo fyrir sér, sótti Á meðfram tromptökunni og komst að því að vestur átti tvílit í tígli og þrjá spaða. Vestur var því upptalinn með nákvæmlega tvö lauf. Íferðin var þar með ráðin: lítið á kóng og lauf í bláinn. Engu er til kostað, því ef vestur á Gx skilar gosinn í drottninguna.