Konur á Íslandi verða frekar fyrir ofbeldi frá hendi karla en kyn-systur þeirra í Pól-landi og Filipps-eyjum. Um 42% kvenna hér-lendis hafa sætt ofbeldi ein-hverju sinni frá 16 ára aldri.
Konur á Íslandi verða frekar fyrir ofbeldi frá hendi karla en kyn-systur þeirra í Pól-landi og Filipps-eyjum. Um 42% kvenna hér-lendis hafa sætt ofbeldi ein-hverju sinni frá 16 ára aldri. Þetta er meðal niður-staðna könnunar á ofbeldi karla gegn konum sem Rannsóknar-setur í barna- og fjölskyldu-vernd við Há-skóla Íslands gerði. Sig-þrúður Guðmunds-dóttir, fram-kvæmda-stýra Kvenna-athvarfsins sagði niður-stöðuna ekki koma henni á óvart. Sam-kvæmt rannsókninni sögðust 22% kvenna hafa verið beitt ofbeldi af maka eða fyrr-verandi maka. Af þeim töldu 26% sig í lífs-hættu þegar þær voru beittar ofbeldinu.