Bæjó „Ég er farinn í sólina,“ segir Amy Winehouse og er hin kátasta.
Bæjó „Ég er farinn í sólina,“ segir Amy Winehouse og er hin kátasta. — Reuters
EN ekki hafa miklar áhyggjur þó. Vandræðin eru minniháttar í þetta sinn, samanborið við hefðbundinn dans hennar við djöfulinn í fölu og reykmettuðu mánaskini.

EN ekki hafa miklar áhyggjur þó. Vandræðin eru minniháttar í þetta sinn, samanborið við hefðbundinn dans hennar við djöfulinn í fölu og reykmettuðu mánaskini.

Nei, vandræðin snúast aðallega um hvort hún eigi að festa sér kaup á fasteign sem staðsett er á karabísku eyjunni St. Lucia.

Winehouse hefur dvalið þar langdvölum það sem af er þessu ári í þeim tilgangi að losna úr viðjum hins eyðandi næturlífs Lundúna þar sem hún er jafnan í broddi fylkingar. Kosturinn við glæsivilluna í St. Lucia er þá líka sá, að séð er um þrif allan sólarhringinn, en íbúðir Winehouse í London eiga það til að verða fljótt og vel að hálfgerðum ruslakompum.

Winehouse hyggst þá einbeita sér að því að semja fyrir næstu plötu, og þá að sjálfsögðu með slakandi Margarítu innan seilingar. Nei, við segjum svona...