Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ekki kom til greina að íslenskir togarar yrðu nýttir í hernaðaraðgerðum. Það kom skýrt fram í heimsókn þriggja íslenskra ráðherra til Washington fyrir undirskrift Atlantshafssáttmálans fyrir 60 árum.

Eftir Pétur Blöndal

pebl@mbl.is

Ekki kom til greina að íslenskir togarar yrðu nýttir í hernaðaraðgerðum. Það kom skýrt fram í heimsókn þriggja íslenskra ráðherra til Washington fyrir undirskrift Atlantshafssáttmálans fyrir 60 árum.

Í viðamikilli úttekt á aðdraganda þess kemur fram að óformlegar þreifingar hófust 7. desember árið 1948. Er sagan rakin frá þeim degi til 4. apríl árið 1949, en þá skrifaði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra undir sáttmálann fyrir hönd Íslands.

Í úttektinni er stuðst við ræður, bréf og minnisblöð úr fórum Bjarna, sem eru í vörslu Borgarskjalasafnsins og hafa sum hver aldrei birst, en verða opnuð fræðimönnum um næstu mánaðamót. Samskiptin einkennast af varkárni af hálfu Bjarna, sem hélt fast við kröfuna um vopnlaust Ísland. | 18