Leið-togar tuttugu helstu efna-hags-velda heims, G20, náðu sam-komu-lagi um að bregðast við efna-hagskreppunni í heiminum með að-gerðum að and-virði 1.100 milljarða dollara. Sjóðir Alþjóða-gjald-eyris-sjóðsins verða þrefaldaðir með auka-fjár-fram-lögum.

Leið-togar tuttugu helstu efna-hags-velda heims, G20, náðu sam-komu-lagi um að bregðast við efna-hagskreppunni í heiminum með að-gerðum að and-virði 1.100 milljarða dollara. Sjóðir Alþjóða-gjald-eyris-sjóðsins verða þrefaldaðir með auka-fjár-fram-lögum. Leið-togarnir ætla að nota 250 milljarða dollara til að örva heims-viðskipti. Aðstoð þróunar-banka við fátækustu ríki heims verður aukin um 100 milljarða dollara.

Barack Obama, forseti Banda-ríkjanna, sagði sam-komulag G20-landanna marka tíma-mót í baráttunni gegn kreppunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-lands sagði að árangurinn hefði verið „meiri en við gátum vænst“.